Hvað er VG að gera í ríkisstjórninni?

Eftir,að fjármálaáætlun og fjármálastefna ríkisstjórnarinnar er komin fram er ljóst hver ræður ferðinni í ríkisstjórninni. Það er Sjálfstæðisflokkurinn.VG virðist ekki koma neinum málum fram.Félagshyggjuflokkur eins og VG hefur verið og vill sjálfsagt vera ætti að setja mark sitt á ríkisstjórn,sem flokkurinn veitir forstöðu.En ekki er að sjá,að það hafi tekist.Fjármálaáætlunin gerir ekki ráð fyrir neinni raunhækkun til aldraðra og öryrkja; aðeins hækkun vegna fjölgunar lífeyrisfólks.Framlög til byggingar leiguíbúða lálaunafólks eru skorin niður um helming.Hvorki vaxtabætur sé  barnabætur eru hækkaðar næstu 5 árin.Þó hafði forsætisráherra boðað,að svo yrði.Miðað við ákvæði stjórnarsáttmálans um kjaramál er heldur ekki útlit fyrir,að ríkisstjórn Katrínar beiti sér fyrir hækkun lægstu launa.

Spurningun er því þessi:Hvað er Katrín að gera í þessari ríkisstjórn? Hún kemur ekki neinum velferðar- málum VG fram? Það eru helst einhver umhverfismál og loftslagsmál,sem VG getur eignað sér.En varla hefur VG farið í ríkisstjórnina vegna þeirra mála eingöngu.VG hlýtur að vilja hafa áhrif á hefðbundin velferðarmál einnig.En það hefur ekki tekist enn.Í þeim málum ræður Sjálfstæðisflokkurinn ferðinni.Það er algerlega á ábyrgð VG að Sjálfstæðiflokkurinn skuli geta stöðvað allar kjarabætur til aldraðra,öryrkja og láglaunafólks.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband