Tangarsókn gegn verkafólki!

 

 
Samtök atvinnulífsins og stjórn KJ gera nú tangarsókn gegn verkafóki.Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mætir í fréttatímum RUV og Stöðvar 2 á kvöldin á besta tíma og syngur sama sönginn og áður um að ekki megi hækka launin nema um rúmt 1 % og stjórn KJ tekur undir og segir,að ekki liggi fyrir hvort svigrúm sé fyrir neinum launahækkunum.Athyglisvert er, að atvinnurekendur eru boðaðir eða samþykktir til þess að boða áróður gegn verkalýðnum kvöld eftir kvöld en fulltrúar verkafólks eru ekki boðaðir um leið eða eins oft.Það er einnig ljóst hvar stjórn KJ og Seðlabanki standa í þessum átökum. Þessir aðilar allir,SA,stjórn og Seðlabanki eru á fullu að reyna að halda launum, verkafólks niðri. Framkvæmdastjóri SA er með 3 millj. á mánuði a.m.k. og verkstjóri stjórnarinnar með rúmar 2 millj.á mánuði utan hlunninda.En lágmarkslaun verkafólks eru 300 þús kr á mánuði,235 þús kr. á mán eftir skatt.
 
Björgvin Guðmundsson
 
www.gudmundsson.net

Hverju lofuðu flokkarnir fyrir kosnningar?

 
 
Stjórnarflokkarnir lofuðu allir kjósendum,einkum eldri borgurum og öryrkjum miklum kjarabótum.Það hefur allt verið svikið.Mest eru svikin hjá forustuflokki ríkisstjórnarinnar,"Róttæka sósialistaflokknum",sem ekki er lengur sósialistaflokkur og ekki lengur róttækur.Flokkurinn sagði í kosningunum 2017,að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður.Hefur verið svikið. Ekki hefur verið hækkaður lífeyrir um eina krónu að frumkvæði forustuflokksins.Flokkurinn lofaði einnig að uppræta fátækt á Íslandi.Einnig svikið.Framsókn sagði,að umtalsverð hækkun lægstu launa ætti að vera forgangsverkefni í kjarasamningagerð og að hækkun bóta ætti að fylgja slíkum hækkunum. Flokkurinn hefur ekki minnst á þessi mál frá því hann fór í ríkisstjórn-Alger svik.Sjálfstæðisflokkurinn sagði,að tryggja ætti fjárhagslegt sjálfstæði ellilífeyris eldri borgara.Það hefur verið gert þveröfugt:Lægsta lífeyri haldið niðri við fátæktarmörk,við sultarmörk,langt undir viðmiði velferðarráðuneytis,í rúmlega 200 þús á mánuði eftir skatt sem engin leið er að lifa af.Kosningaloforðin þverbrotin.
 
Björgvin Guðmundsson

Tillaga um hvernig stöðva má svik stjórnmálamanna við kjósendur!

Einhver mesta meinsemdin í íslenskum stjórnmálum er sú,að íslenskir stjórnmálamenn lofa öllu fögru í kosningum en svíkja það síðan,þegar þeir hafa náð völdum.Allir flokkar eru sekir í þessu efni.Þessu verður að linna.Gerist það ekki er lýðræðið á Íslandi í hættu. Ég er með tillögu um það hvernig uppræta má þessa meinsemd úr stjórnmálunum.Tillagan er þessi: Lögfest verði,að frambjóðendum til þings sem ná kjöri verði gert skylt að standa við kosningaloforð sín.Geri þeir það ekki missi þeir þingsæti sitt.Ég tel þetta einu leiðina til þess að uppræta "kosningasvikin" Það eru svo mörg dæmi um það,að flokkar komist til valda á fölskum forsendum,að mál er að stöðva slíka meðferð og svik við kjósendur.Það liggur við,að stjórnmálamenn dragi kjósendur á asnaeyrunum; gefi þeim fölsk kosningaloforð og þegar búið er að kjósa gefa þeir kjósendum langt nef. Tímabært er að stjórnmálamenn verði gerðir ábyrgir gerða sinna. Það eina,sem þeir skilja er,að þeir missi völdin,missi þingsæti sitt,ef þeir svíkja kjósendur.Er til of mikils mælst,að stjórnmálamenn verði að standa við stóru orðin,stóru loforðin.Ég tel ekki. Það er tímabært að stjórnmálamenn séu gerðir ábyrgir gerða sinna.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 6. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband