Icesave truflar ekki ESB ferlið

Umsóknin er á áætlun, ekkert hefur breyst hvað það varðar og engar vísbendingar komið fram um annað en að hún hafi sinn gang." Þetta segir Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Að hans sögn hafa þau skilaboð borist frá framkvæmdastjórn sambandsins að aðildarumsóknin sé ótengd Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga. Litið sé svo á að málin séu aðskilin. Þann skilning áréttaði Stefan Fule, væntanlegur nýr stækkunarstjóri Evrópusambandsins, í yfirheyrslum í Evrópuþinginu í fyrradag.

Stefán Haukur segir að því stefnt af beggja hálfu að umsókn Íslands verði tekin til formlegrar umfjöllunar á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna undir lok mars. Á honum verði tekin ákvörðun um að hefja viðræður.
Íslenska samninganefndin mun koma saman í Reykjavík á mánudag og halda áfram efnislegum undirbúningi fyrir fyrirhugaðar aðildarviðræður. Tékkinn Stefan Fule er tilnefndur í embætti framkvæmdastjóra stækkunarmála í nýrri framkvæmdastjórn ESB. Afráðið er að Jose Manuel Barroso verði áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar. Verðandi framkvæmdastjórar sitja þessa dagana fyrir svörum í Evrópuþinginu en það er til þess að samþykkja nýja framkvæmVonandi dastjórn.

Fule hefur sinnt stjórnmálum í föðurlandi sínu en lengst af verið í utanríkisþjónustu þess. Hefur hann verið sendiherra Tékklands hjá Atlantshafsbandalaginu, Sameinuðu þjóðunum og í Bretlandi.
-(visir.is)

Vonandi stenst þetta,sem Stefán Haukur segir,að  Icesave hafi ekki áhrif á samningsferlið um aðildarumsókn okkar.En ég tek þessu með fyrirvara. Vitað er,að Bretar og Hollendingar eru áhrifaríkir innan ESB og munu a.m.k. óbeint nota áhrif sín til þess að tengja þessi mál saman.Þá hefur það berlega komið í  ljós,að Svíar hafa tengt saman lánveitingar til okkar og Icesave. Svo virðist sem þeir ætli ekki að greiða okkur lofað lán fyrr en Icesave er í höfn. Með það í huga má telja víst,að  Svíar muni einnig tengja aðildarumsókn okkar hjá ESB við Icesave málið. Svíar virðast litlir vinir okkar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband