Synjun forseta: Enn hækkar skuldatryggingarálag

 Skuldatryggingar­álag hækkaði á fimmtudag eftir að hafa staðið í stað um skamma hríð í rúmlega 500 punktum og hækkaði upp í rúmlega 540 punkta.

Í Morgunkorni Íslandsbanka er hækkunin tengd yfirlýsingum Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, (AGS) og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, en af orðum þess fyrrnefnda mátti skilja að aðgerðaráætlun sjóðsins og stjórnvalda kunni að tefjast á meðan óvissa er um afdrif Icesave.

Reinfeldt sagði í samtali við Reuters að Svíar myndu ekki lána Íslendingum fyrr en AGS hefði endurskoðað áætlun sína.

Strauss-Kahn sagði á blaðamannafundi á fimmtudag að hann skildi að Íslendingum þætti ósanngjarnt að þurfa að taka á sig byrðar vegna gerða Landsbankans. „Á hinn bóginn hafa lönd alþjóðlegar skuldbindingar og þeir verða að skilja að Ísland, sem sjálfstætt ríki, getur ekki verið undanskilið því sem fjármálageiri þess orsakaði."

Ekki var búið að ákveða dagsetningu fyrir endurskoðun áætlunarinnar, en reiknað var með að hún færi fram í janúar. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag að alls óvíst væri að svo gæti orðið. Stjórnvöld ynnu að því hörðum höndum að svo gæti orðið.(visir,is)
Ljóst er,að synjun forseta á staðfestingu laganna um Ice save verður þjóðarbúinu mjög dýrt.Skuldatryggingarálagið fyrir Ísland er nú komið í 540 punkta.  Bæði er það að það verður alltof dýrt fyrir okkur að taka lán erlendis en síðan er hitt sem er ekki síður alvarlegt að álit á Íslandi serm fjárfestingarkosti hrapar niður úr öllu valdi.Ísland þarf einmitt á því að halda í dag að fá erlent fjármagn til landsins til þess að byggja upp atvinnu og útrýma  atvinnuleysi. Skaðinn af synjun forseta verður mikið meiri en hugsanlegt hagræði sem fæst af örlítið betri samningi við Breta og Hollendinga, ef hann fæst
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband