Kröfufundur á Austurvelli í dag

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýja Ísland efna til kröfufundar á Austurvelli í dag. Þar verður okurlánastarfsemi og blekkingum bankanna mótmælt, að fram kemur í tilkynningu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Guðrún Dadda Ásmundardóttir, stjórnarkona í Hagmunasamtökum heimilanna, munu taka til máls á fundinum sem hefst klukkan 15.

Í tilkynningunni kemur fram að samtökin mótmæli áframhaldandi okurlánastarfsemi bankanna í formi verðtryggingar og hárra vaxta og aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi lánamál heimilanna.

„Samkvæmt fulltrúa AGS á Íslandi eiga allar afskriftir lánasafna bankanna að ganga beint áfram til skuldara í formi leiðréttinga. Þetta er ekki að gerast í reynd, bankarnir virðast ætla að halda eftir meirihluta þessara afskrifta og rukka skuldara um meirihluta þessara afskrifta."(visir,is)

Eðlilegt er að Hagsmunasamtök heimilanna efni til kröfufundar þar eð hvergi nærri hefur nægilega mikið verið gert til þess að leysa skuldavanda heimilanna. Nauðsyn er á frekari aðgerðum strax. Það þolir enga bið.

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband