Ekki betra að setja Haga í hendur nýrra aðila

Það eru mjög skiptar skoðanir um eigendur Haga,sem á og rekur Bónusbúðirnar  og Hagkaup.Ástæðan er sú,að Jóns Ásgeir var einn útrásarvíkinganna  og  þeir víkingar eiga ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum um þessar mundir.Morgunblaðið hefur rekið harðan áróður gegn þeim feðgum Jóhannesi og Jóni Ásgeiri  og það liggur við að það komi ein grein  á dag um  þá feðga.Ekki verður þess vart,að Mbl. hafi eins mikinn áhuga á Björgólfsfeðgum,Bakkabræðrum eða öðrum útrásarvíkingum.Mbl. hefur birt kolrangar tölur um skuldir 1998 ehf. eignarhaldafélagsins,sem á Haga.Blaðið horfir framhjá því að þegar skuldir voru færðar úr gamla Kaupþingi í  Nýja Kaupþing ( nú Arionbanka) voru þær færðar niður um 2/3.Ekki var talið að meira fengist fyrir eignirnar en 1/3.Þetta var gert samkvæmt mati virtra endurskoðunarfyrirtækja. Hér var ekki um að ræða sérstakar afskriftir á  skuldum  1998 ehf. heldur almenna niðurfærslu á öllum skuldum.

Hagar eru vel rekið fyrirtæki.Það er ekki með neinar skuldir í vanskilum. Endurfjármögnun fyrirtækisins lauk fyrir nokkru.1998 ehf. mun hins vegar skulda um 17 milljarða í Arion banka.Félagið hefur gert tilboð í Haga og hefur félaginu verið gert að  koma  með  7-8 milljarða viðbótarfé til þess að það geti haldið Högum.Til þess að þetta mætti gerast hefur 1998 ehf. útvegað nýjan fjárfestir,breskan kaupsýslumann,sem  kemur með nýtt fé inn í fyrirtækið.Sumir vilja,að Hagar séu teknir af núverandi eigendum vegna þess að menn eru á móti Jóni  Ásgeiri.Ekki er unnt að nota neinar aðrar aðferðir við afgreiðslu á máli 1998 ehf. en tíðkast við endurreisn fyrirtækja yfirleitt eftir hrunið.Bankarnir hafa sínar aðferðir í þessu efni og það verður að treysta því að þær séu réttlátar.Ég stend við þá skoðun mína að ég tel Haga og Bónusbúðirnar best komna í höndum þeirra aðila,sem stofnuðu Bónus.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

"Blaðið horfir framhjá því að þegar skuldir voru færðar úr gamla Kaupþingi í  Nýja Kaupþing ( nú Arionbanka) voru þær færðar niður um 2/3.Ekki var talið að meira fengist fyrir eignirnar en 1/3.Þetta var gert samkvæmt mati virtra endurskoðunarfyrirtækja. Hér var ekki um að ræða sérstakar afskriftir á  skuldum  1998 ehf. heldur almenna niðurfærslu á öllum skuldum."

Ertu að halda því fram að allir þeir sem skulduðu Gamla Kaupþingi hafi fengið 2/3 af skuldum sínum niðurfærðar/gefnar eftir/afskrifaðar eða hvað á að kalla það?

Ég hef ekki orðið var við að mínar skuldir hafi lækkað um 2/3 við þessa yfirfærslu. Hef ég misst af einhverju?

Jón Bragi Sigurðsson, 18.1.2010 kl. 20:47

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Þetta  á  a.m.k. við um fyrirtækjaskuldir.AGS hefur sagt,að svigrúm sé fyrir bankana að afskrifa ákveðinn hluta einstaklingsskulda einnig

Með kveðju

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson, 19.1.2010 kl. 09:30

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það er þá létt verk og löðurmannlegt að reka fyrirtæki á Íslandi og gera það „vel“ ef hægt er að keyra fyrirtæki í þrot og velta síðan 2/3 af skuldunum yfir á skattgreiðendum og lofa að borga hitt við tækifæri. Í öllum siðuðum löndum eru menn sem reka fyrirtæki á þennan hátt settir í bann og ekki leyft að stunda fyrirtækjarekstur árum saman.Ég er sammála því að stofnun Bónus var gott og þarft framtak á sínum tíma en það sem stjórnendur þess hafa gert á seinni árum er ótækt. Þeir eru sjálfir búnir að dæma sig úr leik. Sjóvá var líka stöndugt og blómlegt fyrirtæki þangað til stjórnendum þess datt í hug að stela tryggingarsjóðnum og láta hann hverfa með kostnaði uppá 16 milljarða fyrir ríkið.Ég neita að vera í einhverjum fylkingum á móti DO og með Baugi eða öfugt eins og mér sýnist þú vera. Afglöp Jóns Ásgeirs og það tjón sem hann hefur valdið þjóðfélaginu er nákvæmlega jafn mikið eða lítið burtséð frá því hvað Björgúlfarnir hafa aðhafst. Það verður aldrei hægt að losna við glæframenn og loddara ef menn ætla sér bara að vera í skotgröfum og hefja „sína eigin glæframenn“ til skýjanna og reyna að klekkja á óvinunum.Svona háttalagi verður að útrýma og losna við menn eins og ofangreinda. Ekki síst til þess að heiðarlegir alvöruatvinnurekendur þurfi ekki að sæta samkeppni frá þeim sem stunda það að féfletta skattborgara þessa lands.

Jón Bragi Sigurðsson, 19.1.2010 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband