Viðskiptaráðherra ósammála Standard & Poors

Sérfræðingur matsfyrirtækisins Standard & Poor's sagði í viðtali við fréttaveituna Bloomberg í gær að raunhæfur möguleiki sé fyrir greiðslufalli íslenska ríkisins vegna óvissu um lyktir Icesave-deilunnar. Þessi hætta endurspeglist í hækkandi skuldatryggingarálagi sem komi til vegna óvissu um framtíð efnahagsaðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi.

Það er Moritz Kraemer sem heldur þessu fram en hann er framkvæmdastjóri Evrópu-, Miðausturlanda- og Afríkudeildar matsfyrirtækisins sem var spurður um horfur í íslensku efnahagslífi. Í viðtalinu bætir hann svo gráu ofan á svart með því að spá upplausn í stjórnmálum hér á landi vegna málsins. Ástæða þessa alls er synjun forseta Íslands á Icesave-lögunum. Ákvörðun forsetans hafi dregið úr trú manna á gildi stjórnvaldsákvarðana á Íslandi.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa átt von á neikvæðum viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækjanna eftir að forsetinn tók sína ákvörðun. „Það hefur gengið eftir en breytir því hins vegar ekki að við erum afar ósátt við viðbrögð fyrirtækjanna og teljum raunar að öll efnisleg rök fyrir því að lánshæfismat ríkisins ætti að vera betra en það er núna. Við höfum reynt að koma þeim rökum á framfæri en það er við ramman reip að draga. En það breytir því ekki að sumt af þeirri gagnrýni sem þessi fyrirtæki hafa sett fram er réttmæt og við verðum að kyngja því," segir Gylfi.

Spurður til hvers hann sé að vísa segir Gylfi það rétt að Ísland hafi sett niður sem viðsemjanda eftir synjun forsetans. „Ég er að tala um það þegar ríkisstjórnin leggur fram ákveðna lausn sem komið hefur verið í gegnum þingið, en síðan strandar hún á mjög óvæntan hátt á ákvörðun forsetans sem enginn gerði ráð fyrir."

Gylfi sér ekki ástæðu til að halda að AGS leggi efnahagsáætlun fyrir Ísland á hilluna. „Hins vegar óttast ég mjög að það sama gerist nú og í fyrra þegar áætlunin tafðist mánuðum saman." Gylfi segir það þýða að allar áætlanir ríkisins riðlist, efnahagsbati verði hægari með tilheyrandi atvinnuleysi og fjárlög fari úr skorðum.(visir.is)

Erlend matsfyrirtæki eru mjög misjöfn að gæðum og stunda misjafnlega vönduð vinnubrögð.Bollalegingar Standard og Poors um stjórnmál á Íslandi eru ekki mjög trúverðugar og vandséð  hvers vegna matsfyrirtæki á sviði fjármála er að bollaleggja um stjórnmál á Íslandi. S&P telur að ríkisstjórnin muni hrökklast frá. Ég tel engar líkur á því. Ég tel,að ríkisstjórnin muni sitja áfram þó lögin um Icesave verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.,

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband