Er nægilegt svigrúm til nýrra samningaviðræðna?

Stjórn og stjórnarandstaða þurfa eftir fundinn með breskum og hollenskum ráðamönnum, að meta hvort nægilegt svigrúm sé til samningaviðræðna. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Hún telur að svigrúmið felist fyrst og fremst í því að skoða nýja nálgun í fjármögnun og þá lánskjörum.

Forsætisráðherra segir að ástæðulaust hafi verið að senda fulltrúa frá Samfylkingunni á fundinn í Haag í dag með Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, og Myners lávarði, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands. Bretar og Hollendingar hafi viljað hitta fulltrúa íslensku stjórnarandstöðunnar að máli. Þetta sé enginn samningafundur heldur fyrst og fremst upplýsingafundur svo  stjórnarandstaðan geti kynnt sér milliliðalaust hvað raunverulega væri í boði ef farið yrði í samningaviðræður. Bretar og Hollendingar hafi viljað halda málinu áfram á vettvangi fjármálaráðuneytisins.

Jóhanna segir að stjórnvöld hafi lagt töluvert á sig til að koma fundinum á. Hún hafi verið í stöðugu sambandi við bresku og hollensku starfsbræður sína. Nauðsynlegt sé að stjórnarandstaðan geri sér fullkomlega grein fyrir því áður en samningsmarkmið séu sett niður.

Það verði svo að koma í ljós hvort það verði sameiginlegt mat hvort svigrúmið sé nægjanlegt til nýrra samningsviðræðna. Framhaldið ráðist af þessum fundi. Svigrúmið felist fyrst og fremst í því að skoða nýja nálgun í lánsfjármögnuninni og þálánskjörunum.

Fundinum verður væntanlega lokið um þrjú- eða fjögurleytið að íslenskum tíma. Í kjölfarið meti stjórn og stjórnarandstæða hvort ástæða sé til raunverulegra samningaviðræðna. Fréttastofa hefur í morgun reynt að ná tali af fjármálaráðherra og leiðtogum stjórnarandstöðunnar en án árangurs. (ruv.is)

Það verður að sjálfsögðu matsatriði hvort nægilegt svigrúm fáist til nýrra viðræðna.
Eftir fundi í Haag  og London verður það mat stjórnar og stjórnarandstöðu hvort svigrúmið sé nægjanlegt.,

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband