Fimmtudagur, 4. febrúar 2010
Jóhanna ánægð með fund með formanni ESB
Jóhanna Sigurðardóttir er ánægð eftir fund sinn með Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í morgun. Hún sagði honum meðal annars frá óánægju Íslendinga með gallaða ESB-löggjöf.
Hún segist hafa rætt það við Barroso hversu alvarlegt það sé ef Evrópusambandsríki blandi Icesave deilunni inn í afgreiðslu alþjóða gjaldeyrissjóðsins á láni til Íslands. Hann hafi sýnt málinu skilning en sagt að Evrópusambandið hafi ekki afskipti af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og því sem þar fari fram.
Jóhanna segist hafa tjáð Barroso að Íslendingar væru afar ósáttir við að vera fórnarlömb gallaðrar löggjafar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Íslendingar telji að byrðunum vegna Icesave málsins sé ójafnt skipt á milli Íslands, Bretlands og Hollands. Jóhanna segir að Barroso hafi hlustað á hennar sjónarmið um þetta en hann sjálfur hafi ekki tjáð neina afstöðu til þess hvort löggjöf ESB sé gölluð. Þá hafi verið rætt um mögulega lánafyrirgreiðslu ESB og aðildarumsókn Íslands. Jóhanna segir að ekki hafi verið stefnt að ákveðinni niðurstöðu á þessum fundi. Hún hafi fyrst og fremst verið að kynna sjónarmið Íslendinga.(ruv.is)
Það er gott framtak hjá Jóhönnu að taka Icesave málið upp við Barroso og kvarta við hann yfir gallaðri löggjöf ESB.Einnig fagna ég því að hún skyldi ræða við Barroso að ESB mætti ekki blanda Icesave málinu inn í afgreiðslu AGS á láni til Íslands.Barroso sagði,að ESB blandaði þessu ekki saman en ég trúi því rétt mátulega.Jóhanna ræddi einnig við Barroso um mögulegt lán frá ESB.Ég tel raunar að ESB ætti að greiða verulegan hlut af Isesave skuldinni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.