Hollendingar berja frá sér

Seðlabankastjóri í Hollandi segir,að íslensk stjórnvöld hafi logið að Hollendingum 2008 um stöðu íslensku bankanna. Þau hafi sagt,að staða bankanna væri góð en á sama tíma hafi íslenskur starfsbróðir hollenska seðlabankastjórans varað  íslensku stjórnina við,þar eð  íslensku bankarnir stæðu illa.Þessar upphrópanir Hollendinga eru undarlegar.Í mai 2008 birti Seðlabankinn skýrslu um stöðugleika í ísl. efnahagsmálum og þar segir,að íslensku bankarnir standi vel.Áður hefur komið fram,að þegar Landsbankanum barst neikvæð skýrsla  um ísl.bankana frá breskum sérrfræðingi hafi Geir H.Haarde þá forsætisráðherra fengið skýrsluna,hann haft samband við viðskiptabankana,sem hafi fullvissað hann um að bankarnir stæðu vel.Hafi ísl. stjórnvöld sagt Hollendingum,að bankarnir hér stæðu vel hafa  stjórnvöld verið í góðri trú og ekki logið því vísvitandi,að staðan væri góð..

En það sem er athugavert hér er það að bankaeftirlitið og Seðlabankinn brugðust eftirlitsskyldu sinni. Þessir aðilar áttu að fylgjast með því að bankarnir skuldsettu sig ekki um of erlendis.Seðlabankinn gat bannað og stöðvað lántökur bankanna erlendis.FME gat farið inn í bankana og tekið þar öll nauðsynleg gögn til þess að athuga hvort lausafjárstaða þeirra og þar með gjaldeyriseign var í lagi.Þetta var ekki gert.Seðlabankinn gat aukið bindiskyldu bankanna.Ekkert af þessu gerðu eftirlitsstofnanir. Þær brugðust.Og hið sama er að segja um eftirlitsstofnanir í Bretlandi og Hollandi. Þær brugðust einnig eftirliti með Icesave.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband