Stjórnvöld hafa áhyggjur af tvöföldum bótum öryrkja

Hátt í 700 manns fær bæði örorku- og atvinnuleysisbætur. Þessi ágalli á bótakerfinu er nú til skoðunar af stjórnvöldum. Þetta kom fram við samkeyrslu á gögnum Tryggingastofnunar og Vinnumálastofnunar. Litið er á þetta sem gloppu í kerfinu sem þurfi að laga. Öryrki sem hefur verið í starfi en misst vinnunna fær bæði greiðslur frá Tryggingastofnun og atvinnuleysisbætur.

 Grunngreiðslur frá Tryggingastofnun, lífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót nema 150 þúsund krónum. Grunnatvinnuleysisbætur eru 150 þúsund en skerðast vegna greiðslna frá TR. Þessi einstaklingur getur því haft ríflega 250 þúsund í grunntekjur á mánuði, 100 þúsund krónum meira en sá sem fær eingöngu atvinnuleysisbætur. Sú staða getur verið uppi að bætur TR séu líka skertar en á móti geta greiðslur verið hærri en þær sem nefndar eru í dæminu að framan.

 Unnur Sverrisdóttir, staðgengill forstjóra Vinnumálastofnunar, segir að verið sé að afla gagna vegna þessa vandamáls. Hún segir að allir séu sammála um að þetta sé óeðlilegt en menn vilji vanda til verka við úrlausn svo að hagsmunir þeirra sem standa höllum fæti skaðist ekki. Lausnin þurfi að vera réttlát og sanngjörn.(visir.is)

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband