Rannsóknarnefndin rannsakaði einkavæðinguna að hluta til

Vissir þættir einkavæðingar bankanna hafa verið á dagskrá rannsóknarnefndar Alþingis, en nefndin reyndi ekki að tæma málaflokkinn.
Svo segir Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar.

Formaðurinn sagði í viðtali við blaðið hinn 11. júní að nefndin myndi skoða forsendur þess að breytt var um stefnu stjórnvalda í einkavæðingu bankanna og ákveðið var að velja kjölfestufjárfesta. Páll sagði þá að skoðað yrði hvort þetta hefði haft áhrif á það sem síðar varð.

Spurður hvort þetta hafi verið gert staðfestir hann að þessi efnisatriði hafi verið á dagskrá til tæknilegrar umfjöllunar. „En nú ertu að spyrja um hvað við höfum skrifað og ég get bara ekki farið út í það," segir hann.

Ögmundur Jónasson alþingismaður hefur boðað tillögu um sérstaka opinbera rannsókn á einkavæðingu bankanna, hafi nefndin ekki tekið á þessum þætti. Páll segir að Ögmundur sé væntanlega að tala um að allt í sambandi við einkavæðinguna verði „opnað og tæmt". Ekki sé nema gott eitt að segja um það, hins vegar hafi nefndin bara haft afmarkaða þætti til umfjöllunar.

Hann vill ekki svara „einu né neinu" um hvort mörg andmælabréf, frá þeim tólf sem grunuð eru um mistök eða vanrækslu í aðdraganda hrunsins, hafi borist nefndinni.

Um hvort enn sé stefnt að því að skýrslan komi út fyrir mánaðamót, segir hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um annað. Síðar um daginn var tilkynnt um að andmælafrestur tólfmenninganna yrði lengdur um fimm daga, til 24. febrúar.-(visir.is)

Nú er enn rætt um hugsanlega seinkun á útkomu skýrsliunnar. Nefndin veitti 5 daga aukafrest til andmæla og sagt var að það gæti enn frestað útkomu skýrslunnar. Ég tel,að frekari frestun á útkomu skýrslunnar komi ekki til greina.

Björgvin Guðmundsson


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband