Mánudagur, 22. febrúar 2010
Kaupmáttur hefur rýrnað um 12,2% frá janúar 2008
Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að sú kaupmáttarskerðing sem íslenskir launþegar hafa orðið fyrir undanfarin misseri á sér fá fordæmi hér á landi og þarf að fara aftur til byrjun tíunda áratugar síðustu aldar til þess að finna álíka þróun. Jafnframt hefur þessi mikla kaupmáttarrýrnun leitt til þess að kaupmáttur launa er nú kominn aftur til ársins 2002.
Í janúar jókst kaupmáttur launa um 0,4% frá fyrri mánuði sem má einna helst skýra með óvæntri verðhjöðnun á sama tíma og laun hækkuðu aðeins. Þannig hækkuðu laun um 0,1% frá fyrri mánuði á sama tíma og vísitala neysluverð lækkaði um 0,3%.
Á síðustu tólf mánuðum hafa laun hækkað um 3,1% en kaupmáttur minnkað um 3,2% enda hafa launahækkanir verið afar litlar síðustu misseri á sama tíma og verðbólga hefur verið mikil. Það var Hagstofa Íslands sem birti launavísitöluna fyrir janúar 2010 nú í morgun.
Greiningin segir að telja megi líklegt að kaupmáttur mælt yfir tólf mánaða tímabil komi til með að skerðast enn frekar á næstunni. Framundan eru litlar launahækkanir enda mikill og vaxandi slaki á vinnumarkaði. Á sama tíma mun verðbólgan verða nokkur á næstu mánuðum.
Samkvæmt nýlegri spá okkar mun mæld verðbólga aukast nú í febrúar um 0,8% þannig að verðbólga fari úr 6,6% í 6,9% og ná svo hámarki í 8,2% í mars. Í kjölfarið teljum við að draga muni mjög úr verðbólgunni og að hún verði 3,0% yfir árið. Reiknum við með að kaupmáttur svona mældur taki ekki að aukast á ný fyrr en í fyrsta lagi undir lok ársins," segir í Morgunkorninu.(visir,is)
Þetta er mikil kjaraskerðing. Og gera má ráð fyrir að kjaraskerðingin sé jafnvel meiri en fram kemur í vísitölu kaupmáttar.Það er lítil huggun að kaupmáttur hafi verið jafn lágur 2002 og hann er í dag.Kjaraskerðingin er mest vegna lækkunar krónunnar og hækkunar á verði innfluttra vara.Óstjórn í peningamálum og vaxtamálum hefur orðið þjóðinni dýrkeypt.
Björgvin Guðmundsson
Síður á vísir.is
Síður undir "Business"
Síður undir "Business"
Flýtival
Nýtt á Vísi
Markaðurinn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.