Lyf hækka á mánudag

Lyfjakostnaður sjúklinga eykst á mánudag. Um helmingur af seldum lyfjum hækkar um 10%. Þorvaldur Árnason, lyfjafræðingur og framkvæmdastjóri Lyfjavals, segir að lyfjanotendur megi ekki við þessari hækkun.

Með breytingunum hyggst ríkið spara 190 milljónir króna. Lyf í tveimur flokkum hækka í verði en þetta er ríflega helmingur þeirra lyfseðilsskyldu lyfja sem apótekin selja. 

Lyfin sem hækka eru annars vegar b-merkt lyf, sem sjúklingar þurfa ekki að staðaldri og hins vegar e-merkt lyf við ólæknandi sjúkdómum.

Þorvaldur telur að lyfjanotendur eigi tvímælalaust eftir að finna fyrir hækkuninni. Þessi hækkun þýðir að hlutur sjúklinga í lyfjaverði hafi hækkað um fimmtung á 12 mánuðum.

Ofnæmissjúklingar þurfa oft að taka inn mörg lyf. núna kostar tveggja til þriggja mánaðaskammtur á borð við þennan rúmar sextán þúsund krónur en verður orðinn að átján þúsund krónum í næstu viku.

Þorvaldur segir að heild- og smásöluálagning lyfja hafi lækkað á síðustu tveimur árum og því hafi lyfjakostnaður ríkisins ekki hækkað. Hann segir að sífellt fleiri sjúklingar eigi í vandræðum með að greiða fyrir lyfin sín. (ruv.is)

Sjúklingar þurfa síst á því að halda nú í kreppunni að lyf séu hækkuð. Þau hafa hækkað vegna veikingar krónunnar og allar hækkanir á lyfjum bitna sérstaklega illa á eldri borgurum sem nota mikil lyf.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband