Föstudagur, 26. febrúar 2010
Hagar greiddu lífeyrissjóðunum að fullu
Tilkynningin hljóðar svo: Lífeyrissjóðirnir fjárfestu fyrir hrun bankakerfisins í skuldabréfum margra íslenskra fyrirtækja, sem skráð voru í Kauphöllinni. Hagar voru með skuldabréfaflokk, skráðan í Kauphöllinni, sem var á gjalddaga í október 2009, rúmu ári eftir hrun bankakerfisins. Hagar eru eina fyrirtæki landsins sem greiddi skráðan skuldabréfaflokk í Kauphöllinni að fullu ásamt vöxtum á gjalddaga eftir hrun.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fjárfesti í skuldabréfum Haga og fékk þau greidd að fullu. Hagar áttu gott samstarf við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Starfsfólk Haga er þakklátt fyrir það traust sem stjórn sjóðsins sýndi með því að fjárfesta í skuldabréfum Haga. Draga verður þá ályktun af ummælum Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambandsins, í fjölmiðlum síðustu daga, að hann skorti upplýsingar, eða hafi fengið rangar upplýsingar um Haga.
Hagar hvetja lífeyrissjóði landsins til þess að gæta varfærni í fjárfestingum. Eðlilegt er að leitað sé öruggra leiða fyrir ævisparnað fólks, þegar kemur að fjárfestingum. Nú er unnið að undirbúningi að skráningu Haga í Kauphöllina, m.a. með því að útbúa skráningarlýsingu. Þegar hún liggur fyrir er eðlilegt að lífeyrissjóðir landsins taki ákvörðun hver fyrir sig, um hvort þeir hafi áhuga á að fjárfesta í íslensku fyrirtæki, sem veitir 2.500 manns atvinnu og hefur það orðspor að standa við skuldbindingar sínar. Ekki fyrr."(visir.is)
Þetta eru góðar fréttir. Það hafa verið gerðar miklar árásir á Haga undanfarið, þar étur hver eftir öðrum.Ég var mjög hissa þegar Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins lagði til Haga en fram kom í sama viðtali að hann styður Bakkavör.Hagar eru með öll sín lán í skilum og nú upplýsir framkvæmdastjórinn að Hagar hafu greitt upp öll sín lán frá lífeyrissjóðunum.
Björgvin Guðmundsson
Síður á vísir.is
Síður undir "Business"
Síður undir "Business"
Flýtival
Nýtt á Vísi


Aðgengisvirkni
RSS Fréttastraumur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.