Hefur "félagshyggjustjórnin" reynst öldruðum betur en íhaldið gerði?

Þegar bankakerfið hrundi hér á landi og kreppa skall á sögðu forustumenn Samfylkingarinnar að mikilvægt væri að Samfylkingin væri í ríkisstjórn á þessum tímum til þess að verja velferðarkerfið og gæta hagsmuna aldraðra og öryrkja.Þetta  hljómaði vel og virtist rökrétt miðað við stefnu Samfylkingarinnar.Tveir "félagshyggjuflokkar" fengu hreinan meirihluta í kosningum og aldraðir og öryrkjar hefðu átt að vera nokkuð öruggir um að kjör þeirra yrðu varin. En hvaö gerðist? Ásta Ragnheiður,sem verið hafði félagsmálaráðherra  og gjörþekkti almannatryggingar var tekin úr því embætti og gerð að þingforseta.Í stað hennar var Árni Páll Árnason gerður að félagsmálaráðherra en hann hafði aldrei komið nálægt almannatryggingum og þekkti lítið til þeirra.Fyrsta verk hans í embætti var að ráðast á kjör  aldraðra og öryrkja og lækka lífeyri þeirra um 4 milljarða á ársgrundvelli.Þetta var gert fyrirvaralaust.Það var engu líkara en Árni Páll hefði verið settur í þetta embætti til þess að skera niður almannatryggingar.Mér er til efs að  íhaldið hefði ráðist á kjör aldraðra og öryrkja af eins mikilli hörku og  Árni Páll gerði.Ætlaði ekki Samfylkingin að verja velferðarkerfið og gæta hagsmuna aldraðra og öryrkja.Jú. En það var svikið. "Félagshyggjustjórnin" reyndist ekki félagshyggjustjórn. Hún beitir gömlu  íhaldsúrræðunum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húrra Björgvin, Þú ert búinn að sjá þetta loksins.

En hvað varðar íhaldið, eins og þú kemst að orði, var það ekki Ólafur Thors sem kom á greiðslum í almennar tryggingar, sem áttu að vera til uppsöfnunar til eldri borgara þegar eftirlaunaaldur kæmi og er það ekki Samfylkingarmaður sem hafði forgöngu um að stela þessu af okkur núna ???

Baldur

Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 10:20

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Baldur!

Alþýðuflokkurinn gerði það að skilyrði fyrir þátttöku í nýsköpunarstjórnninni 1944-46,að sett  yrðu  lög um almnannatryggingar,sem næðu til allra. Ólafur Thors studdi málið vel og lagði  áherslu á að tryggingarnar næðu til allra stétta án tillits til efnahags.

Með kveðju

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 28.2.2010 kl. 10:44

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hvað sem öðru lýður hefur þessi óstjórn svikið öll sýn loforð. Ættli pottaglamrarar séu ánægðir núna, fróðlegt væri að heyra það.Nú geta þeyr sjálfsagt verið í essinu sýnu.

Eyjólfur G Svavarsson, 28.2.2010 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband