Engir fundir um Icesave í þessari viku

Engir samningafundir eru áformaðir í þessari viku vegna Icesave að sögn Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Samninganefndin verður þó áfram í Lundúnum og skoðar ákveðin lagaleg atriði.

Stjórn og stjórnarandstaða áttu símafund með Lee Buchheit, formanni íslensku Icesave samninganefndarinnar, í hádeginu í dag þar sem framhaldið á lausn Icesave málsins var rætt.  Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, líta svo á að stjórn og stjórnarandstaða muni vinna saman að úrlausn Icesave-málsins. Það sé viðfangsefni næstu daga að samninganefndirnar geti hist sem allra fyrst.  Hún sagðist jafnframt vona að Icesave deilan yrði ekki flöskuháls við endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Allir ráðherrar mættu á fund ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðinu í morgun, þeim fyrsta frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýliðna helgi.(visir.is)

Stjórnarandstaðan dregur lappirnar í Icesave málinu.Að nafninu til vill hún halda samstarfi við ríkisstjórn áfram en áhuginn er lítill. Einkum er það áberandi hjá Framsókn.Þar er áhuginn alveg í lágmarki.

Björgvin Guðmundsson

 



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband