Vill,að Svíar láni Íslendingum óháð lausn á Icesave

Leiðarahöfundur sænska dagblaðsins Upsala Nya Tidning hvetur til þess í dag að Ísland fái lán hjá Norðurlöndunum, óháð Icesave samningi við Holland og Bretland, og að Svíþjóð taki forystu í málinu og veiti Íslendingum lánafyrirgreiðslu með góðum kjörum.

Leiðarahöfundurinn segir að það sé sérlega ámælisvert að Norðurlöndin styðji Breta og Hollendinga í samningunum við Íslendinga um Icesave-reikninginn. Því hljóti að vera sérstaklega erfitt fyrir Íslendinga að kyngja eins og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi gefið til kynna eftir að Íslendingar nær allir sem einn höfnuðu Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það geti ekki verið rétt að 300 þúsund manna þjóð sé látin bera ábyrgð á svo stórum bönkum. Viðræður séu að sögn hafnar á ný en Bretar og Hollendingar setji enn fram harðar kröfur sem studdar séu af öðrum Evrópusambandslöndum.

Um gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Norðurlönd fyrir að tengja lánafyrirgreiðslu við Icesave-samninginn segir Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, að hann standi við skilyrðin fyrir sænsku láni til Íslands. Leiðarahöfundur Upsala Nya Tidning segir það kunni ekki góðri lukku að stýra  ef að Ísland, framtíðar aðildarríki Evrópusambandsins, eigi að finnast það vera óvelkomið í hóp Evrópusambandsríkja. Gjaldþrot Íslands sé engum til góðs og Svíþjóð eigi að taka forystu í málinu og veita Íslendingum lánafyrirgreiðslu á góðum kjörum.(ruv.is)

Þetta er athyglisvert innlegg hjá hinum sænska leiðarahöfundi. Vissulega væri eðlilegt að Svíar og hin Norðulöndin lánuðu Íslandi án tillits til þess hvort lausn væri komin í Icesave málið.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband