Hvers vegna fór Ögmundur úr ríkisstjórninni?

Á forsíðu Fréttablaðsins dag segir,að Ögmundur Jónassson sé á leið inn i ríkisstjórnina á ný.Það athyglisverða við þessa frétt er þó það,að fréttin er ekki höfð eftir neinum ábyrgum aðila.Þetta virðist vera nokkurs konar spuni. Órólega deildin í VG virðist hafa "lekið" því í Fréttablaðið,að Ögmundur  væri reiðubúinn til þess að fara í stjórnina  á ný.Það kann að nægja.Vissulega væri það styrkur fyrir stjórnina að órólega deildin í VG hefði fulltrúa í stjórninni. Sú deild ætti þá erfiðara með að ráðast á stjórnina,sbr. árás Lijlu Mósesdóttur á Steingrím fyrir nokkrum dögum.Í þessu samhengi vaknar spurningin: Hvers vegna sagði Ögmundur af sér sem ráðherra?Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær,að sér hefði nánast verið vísað á dyr. En það er ekki alls kostar rétt. Jóhanna forsætisráðherra sagði,að ríkisstjórnin yrði að tala einum rómi. En það er nokkuð annað en að  vísa Ögmundi  úr stjórninni.Ég tel,að Ögmundur hafi gert mistök með því að  segja af sér. Hann gat setið áfram þrátt fyrir ummæli Jóhönnu og gert það upp við sig hvort hann ætlaði að tala í takt við stjórnina eða ekki.Jóhanna hefði ekki vísað honum úr stjórninni,þar eð slíkt hefði jafngilt stjórnarslitum.

Svo virðist sem Ögmundur hafi farið úr stjórninni vegna ágreinings um Icesave.En sá ágreiningur er ekki leystur.Icesave deilan er enn óleyst.Ef Ögmundur vill samt sem áður taka sæti sitt í stjórninni á ný er það gott. Það mundi styrkja stjórnina.Ögmundur er mjög öflugur stjórnmálamaður og mikill stuðningsmaður velferðarkerfisins. Hann fer þó varla  inn á ný nema frekari breytingar verði gerðar  á stjórninni.Rætt hefur verið um að láta utanþingsráðherrana hætta.Ég veit ekki hvort það er skynsamlegt.Ég held hins vegar að það ætti að láta Árna Pál hætta sem félagsmálaráðherra.Hann hefur gert mikinn skaða á almannatryggingum á þeim stutta tíma,sem hann hefur verið ráðherra.Hann hefur m.a. skert kjör aldraðra og öryrkja verulega.Hann þarf að fá frí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband