Föstudagur, 12. mars 2010
Lán úr gömlu bönkunum færð niður um helming við yfirfærslu í nýju bankana
Þessi frétt um niðurfærslu lánasafns gömlu bankanna staðfestir það,sem komið hefur fram áður,að um almenna niðurfærslu lána var að ræða en ekki sérmeðferð einstakra lántakenda.Síðan kann að vera að bankar afskrifi meira en þetta hjá einstaka fyrirtæki. Vissulega er það rétt,sem bent hefur verið á að einstaklingar eiga aðð sjálfsögðu að fá niðurfærslu ekkí siður en fyrirtæki.
Björgvin Guðmundsson
Ekki má gera ein mistök að stórtjóni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stjórnvöld höfðu í hendi sér að láta þessar afskriftir, alla vega að stórum hluta til, ganga til almennings og venjulegra fyrirtækja, en þau þverskölluðust við og enn eru þau ráðalaus er kemur að skjaldborg um heimilin.
Tómas Ibsen Halldórsson, 12.3.2010 kl. 15:28
Ja þetta er nú meiri ALÞÝÐASTJÓRNIN Björgvin. Standa að því að milljarða skuldir útrásarvíkinga og fjárglæframanna séu afskrifaðar af nýju Ríkisbönkunum en þykjast svo ekki getað afskrifað eina einustu krónu af skuldum heimilanna sem þó voru færðar á innan við hálfvirði úr gömlu gjaldþrotabönkunum. Nú á svo kanski að einkavæða bankakerfið strax aftur og það á spottprís svo nýju bankakónarnir geti farið að rukka inn skuldir almennings á fullu.
Verstur í þessu öllu saman og sígjammandi "um að þetta sé ekki hægt"hefur verið flokksbróðir þinn sjálfur félagsmálaráðherrann Árni Páll Árnason.
Ekki trúverðugur eða gæfulegur jafnaðarmaður sem þar fer.
Er að furða að fólkið í landinu er að verða búið að fá alveg nóg af þessari Ríkisstjórn Alþýðunnar !
Ofan á allt er ESB rekið áfram með ærnum kostnaði og af fullkominni þjónkunn við þetta apparat og þvert gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar !
Meðan Róm brennur !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 15:31
Ég hef velt því fyrir mér að menn séu að tefja til að fá umhugsunarfrest, þ.e.a.s. það verður allt galið þegar það emur upp að sumar stéttir MEIGA EKKI veða gjaldþrota SKV LÖGUM...
Lögreglumenn og lögfræðingar meiga ekki vera teknir í gjaldþrotameðferð ella missa þeir réttindi sín og vinnu...
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 17:29
Sæll Gunnlaugur!
Það er misskilningur að ríkisstjórnin hafi staðið að þessari niðurfærslu skulda í gömlu bönkunum.Það eru endurskoðendafyrirtæki og skilanefndir gömlu bankanna,sem hafa komist að þeirri niðurstöðu,að lánasafn gömlu bankanna væri ekki nema helmingsvirði,þ.e. að ekki fengist nema ca. 50% greitt af þessum lánum.Við verðum að athuga að gömlu bankarnir voru komnir í þrot (nánast gjaldþrota).Það er raunsætt mat að reikna með að 50% fengist fyrir þessi lán. Kröfuhafar bankanna tapa þessum helmingi og ekki útséð um það enn að þessi 50% fáist greidd af lánunum. En ég er sammála því að almenningur,einstaklingar eiga að njóta þessarar niðurfærslu.
Með kveðju
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson, 12.3.2010 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.