Fimmtudagur, 18. mars 2010
Of mikill seinagangur í bankakerfinu
Mun fleiri hafa neyðst til að leysa skuldavanda sinn fyrir dómstólum en í gegnum sértæka skuldaaðlögun í bönkunum vegna seinagangs í bankakerfinu. Félagsmálaráðherra segir afgreiðslu bankanna og fjármálastofnana ganga alltof hægt.
Ríkisstjórnin kynnti í gær ný úrræði fyrir skuldug heimili. Í október í fyrra kom hún fram með úrræði á borð við greiðslujöfnun, greiðsluaðlögun og sértæka skuldaaðlögun.
Greiðsluaðlögun átti að verða síðasta úrræðið fyrir skuldara með tilkomu dómstóla og hafa um 400 hundruð manns nýtt sér það. Það er hins vegar dýrt úrræði og sértæk skuldaaðlögun átti að verða eftirsóttust og án afskipta dómstóla. Gert var ráð fyrir að milli fjögur til fimm þúsund manns þyrftu á henni að halda.
Mun fleiri hafa hins vegar farið í gegnum greiðsluaðlögun. Samkvæmt nýju lögunum verður sú leið tilkomu dómstóla gerð auðveldari fyrir skuldara. Bönkunum er þá stillt upp við vegg og þeir neyðast til að semja.
Bankarnir eru að taka við sér núna en aðrar fjármálastofnanir eru tregari til, svo sem lífeyrissjóðir, einstaka sparisjóðir, bílafyrirtækin og önnur fjármögnunarfyrirtæki.(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.