Hvers vegna tapa stjórnarflokkarnir fylgi?

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins hrynur fylgið af stjórnarflokkunum,einkum Samfylkingunni. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur mikið á.Hver er ástæðan?Ástæðurnar eru margar.En höfuðástæðan er sú,að Samfylkingin hefur ekki fylgt nægilega vel fram stefnumálum sínum úr kosningunum.Einnig er mikil óánægja með að Icesave málið skuli enn ekki hafa verið afgreitt og mönnum þykir ríkisstjórnin of aðgerðarlítil í atvinnumálum.

Samfylkingin lofaði að fyrna kvótakerfið á 20 árum.Hún virðist vera að svíkja það kosningaloforð. Talsmenn flokksins í málinu tala út og suður og segja í öðru orðinu að ekki eigi að taka kvótana af útgerðarmönnum en í hinu að taka eigi kvótana af  þeim.Það er ekki unnt að vera bæði með og móti.Kjósendur láta ekki plata sig.Þeir kusu unnvörpum Samfylkinguna til þess að bylta kvótakerfinu og innkalla kvótana.Samfylkingin verður að standa við kosningaloforðið. Samfylkingin lofaði einnig að standa vörð um velferðarkerfið. En Árni Páll félagsmálaráðherra réðist gegn kjörum aldraðra og öryrkja  og skar þau niður og þar með var kosningaloforðið um velferðaarkerfið svikið.Aðgerðir í atvinnumálum eru mjög litlar þrátt fyrir loforð um annað.Ekki hefur verið staðið við stöðugleikasáttmálann  varðandi stóriðju.Aðgerðir til lausnar á skuldavanda heimilanna eru ekki nægar.Síðast en ekki síst  er Icesave málið orðið tákn aðgerðarleysis. Órólega deildin í VG heldur því máli í gíslingu.Ef ríkisstjórnin mannar sig ekki upp í að afgreiða það mál á næstu 2 vikum getur hún eins farið frá.Það verður að afgreiða málið strax. Það er lykillinn að ýmsum öðrum mikilvægum málum.Töfin á lausn þess máls er þjóðarbúinu mjög dýr.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband