Laugardagur, 20. mars 2010
Sigurjón Þórðarson nýr formaður Frjálslyndra
Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi alþingismaður, var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins í dag. Í frétt á vef Frjálslynda flokksins segir að Sigurjón hafi þakkað traustið og farið lofsamlegum orðum um fráfarandi formann, Guðjón Arnar Kristjánsson.
Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður fyrir alþingiskosningar árið 1999. Guðjón Arnar Kristjánsson, fráfarandi formaður flokksins sat, á Alþingi frá stofnun flokksins til ársins 2009. Í kosningum það ár missti flokkurinn alla menn af Alþingi. Sigurjón Þórðarson var þingmaður flokksins á árunum 2003-2007.
(visir.is)
Mér líst vel á Sigurjón sem nýjan formann Frjálslynda flokksins.Hann stóð sig nokkuð vel sem þingmaður flokksins og m.a. hefur hann verið eindreginn andstæðingur núverandi kvótakerfis.Vonandi helst það.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.