Föstudagur, 26. mars 2010
Heildareign Seðlabankans nemur 1200 milljörðum
Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður Seðlabanka Íslands í fyrra 500 milljónum króna. Á árinu 2008 varð hins vegar tæplega 184 milljarða króna tap á rekstri bankans fyrir endurheimtur frá ríkissjóði sem endurreistu eigið fé bankans. Þær endurheimtur námu 175 milljörðum króna og að teknu tilliti til þeirra varð endanlegt tap bankans 8,6 milljarðar króna.
Þetta kom fram í ræðu Lára V. Júlíusdóttir, formanns bankaráðs Seðlabankans. Hún segir að þróun gengis krónunnar hafi áhrif á rekstur bankans vegna erlendra eigna sem jafnan eru meiri en gengisbundnar skuldir.
Þessi áhrif voru óvenju sterk árið 2008, en þá varð gengishagnaður nær 44 milljarðar króna vegna gengislækkunar krónunnar. Árið 2009 veiktist krónan aðeins lítillega, eða um 7% frá ársbyrjun til ársloka, og nam gengishagnaður ársins um 3 milljörðum króna. Að slepptum gengismun varð 2,5 milljarða króna tap af rekstri Seðlabankans á árinu," segir Lára.
Hreinar vaxtatekjur lækkuðu um rúmlega 4 milljarða króna, sem má að stórum hluta rekja til lækkunar hreinna vaxtatekna af gjaldeyrisforða þar sem erlendir vextir af bankainnstæðum og verðbréfum hafa lækkað milli ára. Aðrar rekstrartekjur bankans hækka um rúman milljarð króna vegna verðendurmats á gulli.
Rekstrargjöld lækkuðu milli ára, sem einkum skýrist af óvenju miklum kostnaði við sérfræðiráðgjöf vegna bankahrunsins á árinu 2008. Launakostnaður hækkaði um 9,7% á árinu sem skýrist meðal annars af fjölgun starfsmanna.
Heildareignastaða bankans lækkaði lítillega á árinu en stendur þó enn í tæplega 1.200 milljörðum króna líkt og í árslok 2008. Í árslok 2009 námu erlendar eignir bankans um 41% af heildareignum. Í lok ársins á undan námu erlendar eignir bankans 47% af heildareignum.
Erlendar eignir í gjaldeyrisforða hækkuðu á árinu um 56 milljarða króna. Raunaukning forðans var fjármögnuð með lántökum, annars vegar með láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nam 20,8
milljörðum króna og hins vegar láni frá Norðurlöndunum sem nam samtals 54,8 milljörðum króna. Erlendar skuldir lækkuðu á móti um 38 milljarða króna og skýrist sú lækkun aðallega af uppgreiðslu
skiptasamninga við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar sem námu 100 milljónum evra frá hverjum banka. Erlendar skuldir bankans voru 241 milljarður kr. í árslok 2008 en nema nú 204 milljörðum kr.....
Loks hækkuðu innstæður ríkissjóðs hjá bankanum úr 403 milljörðum kr. í árslok 2008 í 446 milljarða kr. í árslok 2009. Þar munar mestu um gjaldeyrisreikninga ríkissjóðs hjá bankanum sem hækkuðu um 46,8 milljarða kr. Þessi hækkun skýrist af nýjum lántökum frá norrænum seðlabönkum í lok árs 2009.
Eigið fé bankans nam 82,8 milljörðum kr. í árslok 2008 en var 82,3 milljarðar kr. í lok ársins á undan. Munurinn skýrist af hagnaði ársins."(visir,is)
Hagnaður Seðlabankans sl. ár átti rætur sínar að rekja til gengishagnaðar,sem nam 3 milljörðum króna.Erlendar eignir í gjaldeyrisforða hækkuðu um 56 milljarða króna á árinu.
Björgvin Guðmundsson
Síður á vísir.is
Síður undir "Business"
Síður undir "Business"
Flýtival
Nýtt á Vísi
Markaðurinn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.