Viðskiptaráðherra vill traustari gjaldmiðil en krónuna

Í ræðu sem Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra flutti á ársfundi Seðlabankans  gaf hann til kynna að Ísland yrði að fá traustari gjaldmiðil en krónuna. Gallinn er aðeins sá,að ef Ísland ætlar að taka upp evru tekur það alltof langan tíma eða mjög mörg ár. Ísland getur ekki beðið svo lengi.Ef til vill er unnt að fá einhverja bráðabirgðaskipan hjá ESB vegna þess að við erum umsóknarland.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Gylfi: Þurfum traustari grunn en krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þessi opinbera árás viðskiptaráðherra á íslensku krónuna enn og aftur er hrein niðurrifs- og skemdarverkastarfsemi og algerlega óþolandi að þessi umboðslausi og "hlutlausi" íhlauparáðherra, skuli nota hvert tækifæri sem gefst til þess að tala niður gjaldmiðil þjóðarinnar.

Þetta er ekki gott inná við en enn verra er þetta útávið þ.e. til annarra þjóða og fjármálalífsins.

En tilgangurinn einn helgar meðalið í herleiðangrinum til að troða okkur með góðu eða illu inní ESB apparatið.

Svona ummæli er svívirða gagnvart þjóðinni og jaðra við að vera hrein og klár landráð.

Gunnlaugur I., 26.3.2010 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband