Föstudagur, 26. mars 2010
Ríkisstjórnin útvegar yfir 400 námmönnum sumarvinnu við rannsóknir
Aðgerðir sem tryggja yfir fjögur hundruð námsmönnum sumarvinnu við rannsóknar og þróunarstörf á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna, voru samþykktar á fundi ríkisstjórnar í morgun.
Þá verður framlag mennta-og menningarmálaráðuneytisins til Nýsköpunarsjóðs námsmanna tæplega fimmfaldað, úr 20 milljónum í 90 milljónir króna. Að auki hefur Reykjavíkurborg ákveðið að auka sitt framlag úr 20 milljónum í 30 þannig að sjóðurinn hefur samtals 120 milljónir til ráðstöfunar.
Verkefnin sem námsmennirnir koma til með að vinna eru jafnan unnin í samstarfi við t.d. stofnanir eða sveitarfélög, sem leggi til mánaðarlaun en Nýsköpunarsjóðurinn greiði tveggja mánaða vinnu.(ruv,is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.