Föstudagur, 26. mars 2010
D Angleterre hótel í eigu Landsbankans
Fjölmiðlar skýra frá því að eitt virtasta hótel Kaupmannahafnar D Angleterre sé komið i eigu Landsbankans.Gísli heitinn Reynisson átti hótelið en fyrirtæki hans er komið í þrot og skuldir voru mestar við Landsbankann.
Það rifjast upp fyrir mér,að þegar ég fór í mína fyrstu utanlandsferð til Kaupmannahafnar tvítugur að aldri var ég bókaður á þetta hótel. Ég var að fara á námskeið hjá dönskum jafnaðarmönnum og fulltrúinn,sem tók á móti mér hélt,að Haraldur Guðmundsson væri að koma og æltaði að setja hann inn á flott hótel.En þegar ljós kom,að um tvítugan strák var að ræða var breytt um hótel og ég settur inn á Hotel Folke Ferie,sem verkalýðshreyfingin átti. Mér fannst hótelið gott,enda þekkti ég ekkert annað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.