Það hriktir í stjórninni.Verður kosið á árinu?

Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar í gær hefur vakið mikla athygli.Þessi ræða var líkust kosningaræðu og eins og forsætisráðherra væri að búa sig undir kosningar á árinu,í vor eða haust.Jóhanna gagnrýndi VG og lét orð falla í þeirra garð,sem órólega deildin þar getur ekki verið ánægð með.Í rauninni  sagði Jóhanna,að ef órólega deildin í VG stæði ekki með stjórninni væri þetta stjórnarsamstarf búið.Ef til vill mundi einhver halda að tillögur um stórfelldan niðurskurð í ríkisrekstri gætu skapað brú yfir til Sjálfstæðisflokksins og auðveldað samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflkokks.En í sömu ræðu gagnrýndi Jóhanna Sjálfstæðisflokkinn harðlega og boðaði  rannsókn á  einkavæðingu bankanna,sem Sjálfstæðisflokkurinn bar höfuðábyrgð á.Þess vegna er nærtækast að reikna með að Samfylkingin sé að búa sig undir kosningar.

Jóhanna talaði skýrt í ræðu sinni.Hún boðaði skýr stefnumið.Hún boðaði enga jafnaðarstefnu í þessari ræðu.Hún boðaði harðar aðgerðir til þess að koma á jafnvægi í ríkisfjármálum.Margt af því,sem hún boðaði hefði eins getað komið frá Sjálfstæðisflokknum.Ég held,að hún hafi samið lítið af þessari ræðu sjálf.Þarna talaði ekki sú Jóhanna sem við þekktum áður í Alþýðuflokknum eða í Samfylkingunni.Þarna komu fram eindregin hægri sjónarmið. Þarna talaði harður forsætisráðherra,sem vill eyða ríkishallanum á stuttum síma og koma skikk á málin.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband