Vilhjálmur afþakkaði gjafabréf

Lið Garðabæjar sigraði í spurningakeppni Sjónvarpsins, Útsvari, með því að leggja lið Reykjavíkur örugglega að velli í úrslitaþættinum í kvöld, með 52 stiga mun, en lokatölur urðu 93-41 Garðbæingum í vil.

Athygli vakti í lok þáttar þegar einn liðsmanna, Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, neitaði að taka við gjafabréfi frá Iceland Express, sem var hluti af sigurlaunum liðsins.

Vilhjálmur var hluthafi í Glitni en eigandi Iceland Express er Pálmi Haraldsson, sem hefur verið ákærður fyrir að skaða bankann í krafti eigendavalds, en hann var á meðal stærstu eigenda bankans í gegnum(visir.is)

Vilhjálmur er mikill áróðursmaður oig notar hvert tækifæri til þess að koma fram í fjölmiðlum og lýsa skoðun sinni á bankahruninu.Fyrirtæki Pálma Haraldssonar eru öll gjaldþrota og því getur Pálmi varla lengur talist eigandi Iceland Express.Skiptastjórar og skilanefndir  fara með þessi fyrirtæki svo sem Securitas sem Pálmi átti áður.Þegar Vilhjálmur neitar að taka  við gjafabréfi frá Iceland Express er það fyrst og fremst áróðursbragð hja honum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Björgvin !

    Áróðursbragð ! - hvernig þá í ósöpunum - eða á Pálmi Erkiengill ekki Express með haus og hala ??????????????????????????????????????????????

Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 02:40

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Hörður!

Jú, Pálmi á víst Iceland Ecpress með haus og hala eða a.m.k. eignarhaldsfélag hans,Fengur..Mér varð á í messunni.Ég hélt að Fons hefði átt Iceland Express en það félag er gjaldþrota og er til skiptameðferðar.Fons átti hins vegar Securitas,sem þrotabúið hefur nú selt.Ég biðst afsökunar á þessum mistökum mínum.

Kveðja

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 11.4.2010 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband