AGS veitti Íslandi 105 milljarða lán í gær

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk í gær við endurskoðun annars áfanga efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. „Þar með opnast fyrir verulegt lánsfé sem ætti að hafa verulegar, jákvæðar afleiðingar," sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Í kjölfar þessa opnast Íslendingum aðgangur að um 105 milljarða króna láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi, auk um 20 milljarða sem ónýttir voru frá fyrri endurskoðun.

Gylfi sagði að nú ætti að slá á allar áhyggjur af lausafjárskorti íslenska ríkisins í erlendri mynt.

„Svo skiptir miklu að fá álit sjóðsins á stöðunni, sem við gerum ráð fyrir að verði birt á þriðjudag eða miðvikudag."

Allt ætti þetta að auðvelda róðurinn næstu mánuði. „Þá horfi ég sérstaklega til þess að hægt verði að stuðla að auknum erlendum fjárfestingum," sagði Gylfi. „Við vonum að AGS-áætlunin liðki fyrir því að fjárfestingar vaxi," sagði Gylfi.

Vegna tafa á afgreiðslu efnahagsáætlunar AGS hefur verið ákveðið að framlengja áætlunina um þrjá mánuði, til loka ágúst 2011.

Spurður um efnahagsleg áhrif gossins í Eyjafjallajökli sagði Gylfi að þau hefðu ekki verið kortlögð en yrðu vonandi ekki umtalsverð. Þau velti á því hve langvinnt gosið verður.

Hann sagðist „leyfa sér að gera ráð fyrir" að gosið trufli ekki viðræður við erlenda fjárfesta og hefði ekki neikvæð áhrif á áhuga þeirra á að fjárfesta hér á landi, til dæmis í orkufrekum iðnaði.

„Ég á síður von á að þetta hafi áhrif á þá sem eru að fjárfesta til langs tíma en auðvitað er ekki óhugsandi að menn ákveði að fresta eða bíða með framkvæmdir þar til eldsumbrotum linnir," sagði hann. - (visir,is)

Þetta lán AGS til Íslands er gífurlega mikilvægt.Það eflir gjaldeyrisvarasjóð landsins og það  greiðir fyrir fjárfestingum erlendra aðila á Íslandi.En hvort tveggja er nauðsynlegt fyrir endurreisn íslensks efnahagsalífs.Dráttur á afgreiðslu lánsins hefur skaðað okkur mikið  og átti sér stað vegna þrýstings frá Bretum og Hollendingum.Sá dráttur var að mínu áliti óheimill og það þarf að taka það mál upp við AGS síðar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband