Miðvikudagur, 21. apríl 2010
AGS: Staða Íslands betri en búist var við
Þremur af lykilatriðum í áætluninni er nú lokið og það fjórða, endurskipulagning sparisjóðanna, er á lokastigi. Öll markmið áætlunarinnar fram að þessum tímapunkti eru í höfn og er stöðug styrking á gengi krónunnar frá fyrstu endurskoðuninni þar m.a. nefnd til sögunnar. Raunar segir starfsfólk AGS að þróun verðbólgunnar og vöruskiptajöfnunar í jákvæða átt frá árslokum 2008 sé áhrifamikil (striking).
Nýjar upplýsingar um fjárhagsstöðu einkageirans gefi til kynna að veikleikar hagkerfisins séu aðeins minni en áður var talið. Hinsvegar er tekið fram í skýrslunni að þótt hagkerfið hafi staðið sig betur en væntingar voru um geti hin erfiða skuldastaða valdið því að hagkerfið búi við veikan vöxt um tíma.
Hvað vöxt hagkerfisins varðar segir starfslið AGS að tafir á stóriðjuframkvæmdum tefji hann sem stendur. Hinsvegar hafi breytingar á fjármálastefnunni og endurskipulagning á skuldum einkageirans vegið að hluta til upp á móti þeirri töf.
AGS býst við því að heildarskuldastaða landsins muni ná hámarki í ár og nemi þá 300% af landsframleiðslunni. Eftir þetta ár muni skuldirnar fara minnkandi en að vísu hægar en von var á. Ástæða þessa er m.a. vegna endurmats á tímasetningum á uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna. Þá geti veruleg raunlækkun á gengi krónunnar valdið vandamálum.
Útlitið yfir sjálfbærni skulda hins opinbera hefur batnað einkum vegna þess að mat á endurheimtum á útistandi kröfum hins opinbera frá hruninu 2008 sýnir að meira komi í ríkiskassann en áður var talið.(visir.is)
Það er ánægjulegt,að AGS skuli telja stöðu Íslands betri en búist var við.Öll markmið áætlunarinnar fram að þessu séu í höfn.
Björgvin Guðmundsson
RSS Fréttastraumur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.