Bjarni Ben, vill kosningar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir því að kosið verði til þings eftir að uppgjörinu eftir hrunið er lokið. „Ég vil kosningar sem snúast um framtíðina," sagði Bjarni á opnum fundi í Valhöll í gær. Þar sagði hann tíma kominn á að ræða framtíðina og þau málefni sem þar skipti máli.
Bjarni svaraði spurningum fundargesta, meðal annars um þátt sinn og þátt Sjálfstæðisflokksins í hruninu.

Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn þegar hafa lagt verk sín í dóm kjósenda að loknu hruninu. Þar hafi flokkurinn fengið verri kosningu en hann hafi fengið síðastliðin 80 ár.  „Ef einhver heldur að ég heyri ekki skilaboðin sem kjósendur eru að senda er það rangt," sagði Bjarni.

Einn fundargesta hvatti Bjarna til að segja af sér þingmennsku, og vísaði í þá viðskiptahagsmuni Bjarna sem fjallað er um í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Bjarni mótmælti því að allir sem hafi átt einhverra hagsmuna að gæta og fjallað hafi verið um í skýrslunni ættu að segja af sér. Hlusta verði á útskýringar þeirra þegar það eigi við. Hann sagðist sjálfur hafa svarað því sem að sér sneri í skýrslunni.

Bjarni sagði aðspurður að dæmin í skýrslunni, til dæmis um lántökur Baugs, sýni að annað hvort hafi verið mikill galli á kerfinu, eða eftirlitsaðilar hafi verið sekir um gríðarlega yfirsjón.- (visir.is)

Ég sé ekki þörf á alþingiskosningum strax.Núverandi ríkisstjórn hefur þingmeirihluta og kjörtímabilið er nýbyrjað.Ef hins vegar brestur kemur í stjórnarliðið og þingmeirihlutinn heldur ekki eða er óöruggur má ræða kosningar.Svo virtist vera um tíma vegna Icesave. Það er eftir að afgreiða það mál endanlega og þá kemur í ljós hvort ríkíkisstjórnarmeirihlutinn heldur.

 

Björgvin Guðmundsson


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband