Fimmtudagur, 22. apríl 2010
Útrásarvíkingar iðrast
Útrásarvíkingar koma nú fram einn af öðrum og iðrast.Björgólfur Thor hefur skrifað afsökunarbréf og hann hefur lýst því yfir,að hann ætli að greiða allar skuldir sínar en segir að það muni taka 12 ár.Í dag stígur Jón Ásgeir Jóhannesson fram í Fréttablaðinu og iðrast.Hann segist hafa ítt gömlu góðu gildunum til hliðar.Hann biður þjóðina afsökunar og kveðst munu gera allt sem í hans valdi standi til þess að hjálpa henni að komast út úr kreppunni.En hann kveðst ekki eiga neina leynda fjármuni á aflandseyjum.Pálmi í Fons hefur einnig nýlega iðrast.Vonandi er iðrun útrásarvíkinga einlæg.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.