Forseti Íslands dregur heldur í land

Forseti Íslands,Ólafur Ragnar Grímsson,var á ný í viðtali við BBC í gær.Þar dró hann heldur í land varðandi Kötlugos og sagði að búast mætti við Kötlugosi eftir 5,10 eða 15 ár.En áður hafði hann talað á þann átt að skilja mátti hann sem svo að Kötlugos gæti komið fljótlega.Fulltrúar ferðaiðnaðarins  á Islandi brugðust ókvæða við ummælum forsetans og töldu að þau gætu stórskaðað íslenskan ferðaiðnað.Er ekki ólíklegt að forsetinn hafi talað við BBC á ný af þeim sökum til þess að milda fyrri ummæli sín nokkuð.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Vona að við sjáum betri tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Forsetinn gaf engin tímamörk í fyrra viðtalinu og þesvegna lagði spunamaskínan upp úr því að mitúlka orð hans. Eina sem hann sagði var að það hefði gosið í kjölfar gosa í Eyjafjallajökli.  Þar vitnaði hann í jarðfræðinga og söguna. Allt tal um hve skelfileg Kötlugos væru eru lygar úr fréttablaðinu, sem samræmast ekki í nokkru því sem hann sagði í viðtalinu. Séra Svavar fer ágætlega í það mál á sínu bloggi.

Það er vert að minnast á að líkurnar á Kötlugosi flugu um heimsbyggðina með tilheyyrandi ýkjum alveg frá fyrsta degi gossins á Fimmvörðuhálsi og héldust allan síðasta mánuð. Ég hef fylgst mikið með Norskum fjölmiðlum og það leið ekki sá dagur að þessi möguleiki væri ekki nefndur.  Það eitt er ástæða þess að hann var inntur eftir þessu í fyrra viðtalinu. Hræðsluaróðurinn var fyrir löngu fullgerjaður og það eina sem Óli gerði þar var að tóna niður þá umræðu, sem var í gangi þá. 

Ekki getur hann heldur sagt að engin hætta sé á gosi.  Hann hefði raunar þá fyrst gert sig að fífli íljósi undangenginnar umræðu s.l. mánuð.  Katla gýs og líklega fyrr en síðar. Það er allt á fleygiferð þarna austurfrá og eins líklegt að gosið taki sig upp að fullum krafti eða opnist í hlíðum fjallsins. Nú, eða þá að Katla rumskar, en hún er ekki bara komin á tíma, heldur orðin ansi "heit. "  Því má svo bæta viða að það er einnig kominn tími á Grímsvötn og Bárðarbungu.  Þar er mikil ókyrrð nú, þótt menn sleppi því að nefna það í heyranda hljóði.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.4.2010 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband