Fimmtudagur, 22. apríl 2010
Jóhanna:Ekki þörf á jafnmiklum niðurskurði og skattahækkunum og áður var talið
Þetta kom fram í ræðu forsætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Endurreisn bankanna var ríkinu ekki jafndýr og gert hafði verið ráð fyrir segir forsætisráðherra. Þetta verði til þess að ekki þurfi að skera jafnmikið niður í útgjöldum hins opinbera né hækka skatta jafnmikið og gert hafi verið ráð fyrir.
Jóhanna sagði að staðan væri betri en talið hefði verið áður og niðurskurður yrði því minni en áætlað hefði verið. Áfram er stefnt að samblandi skattahækkana og niðurskurðar, sem numið gæti allt að 50 milljörðum.
Aðspurð gat Jóhanna ekki nefnt dæmi um áform sem fallið verður frá, en býst þó við verulegri fækkun opinberra stofnanna. Sú vinna muni taka nokkurn tíma. Jóhanna sér fram á erfiða fjárlagagerð þar sem allir þurfa að leggjast á eitt. Hún nefnir sérstaklega Samtök atvinnulífsins í því sambandi.(ruv.is)
Þetta eru góðar fréttir sem forsætisráðherra flutti Samtökum atvinnulífsins.Staða þjóðarbúsins er betri en áður var talið.Einkum er skuldastaðan betri.Nokkuð eru ummæli ráðamanna um niðurskurð og skattahækkanir þó misvísandi.Sagt er að ekki þurfi eins mikinn niðurskurð og skattahækkanir og áður var talið.En í hinu orðinu er sagt,að ekki megi draga úr niðurskurði og skattahækkunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.