Betra lánshæfismat fyrir Ísland

Gylfi Magnússon, efnhags- og viðskiptaráðherra, væntir þess að fleiri matsfyrirtæki muni á næstu mánuðum fylgja í kjölfar Moody's sem á föstudag breytti lánshæfismati ríkisjóðs úr neikvæðum í stöðugar.

Moody's telur að íslenska hagkerfið hafi staðið sig almennt betur en menn áttu von á eftir hrunið 2008. Fyrirtækið bendir hins vegar á efnhagsbatinn muni taka nokkur ár en reiknað sé með því að nýjar fjárfestingar í ál- og orkugeiranum muni koma hagvexti í gang að nýju á næsta ári.

Gylfi Magnússon, efnhags- og viðskiptaráðherra, segir að þetta séu vissulega góðar fréttir og á von á því að fleiri matsfyrirtæki fylgi í kjölfarið. „Ég á von á því að fá svipaðar fréttir á næstu mánuðum frá Fitch og Standard og Poor og það muni skila sér smám saman í betra lánshæfismati. Vð sjáum líka þá væntanlega þetta skuldatryggingaálag lækka. Og það mun fyrr eða síðar þýða að ekki bara ríkið heldur aðrir innlendir aðilar þeir fá aðgang að erlendu lánsfé á ásættanlegum kjörum. Það er kannski hægt að fá fé núna en það er á mjög háum vöxtum," segir Gylfi. (visir.is)

Því betra lánshæfismat,sem Ísland fær hjá virtum matsfyrirtækjum erlendis því hagstæðari kjör fær Ísland á lánum erlendis.Þess vegna skiptir það gífurlega miklu máli að lánsghæfismat fyrir Ísland batni. Það getur ráðið úrslitum um  hvort hagstæð lán fást fyrir nýjar fjárfestingar á Íslandi.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband