Hátíðisdagur verkalýðsins er í dag,1.mai

Í dag 1.mai er alþjóðlegur hátíðisdagur verkalýðsins.Verkalýðshreyfingin efnir til kröfugöngu niður Laugaveg og niður á Austurvöll þar sem útifundur verður haldinn.Aðalkrafa dagsins er atvinna fyrir alla.Það er eðlileg krafa þar eð 15 þús. manns eru atvinnulausir og lítið þokast í þá átt að auka atvinnu og minnka atvinnuleysið.En  hátíðahöld verkalýðsins í Reykjavík eru aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var.Kröfuspjöldin eru máttlaus í dag.Verkalýðshreyfingin er máttlítil.Ef til vill þarf uppstokkun í verkalýðshreyfingunni.Fólkið þarf meiri áhrif.Grasrótin þarf meiri völd. Leiðtogarnir ráða of miklu. Fyrir utan atvinnuleysið er fátæktin og lágu launin aðalbletturinn á samfélaginu í dag.Við verðum að þvo  þann blett af,útrýma fátækt og tryggja verkafólki mannsæmandi laun.Það sama á að gilda fyrir aldraða og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband