Meirihluti borgarstjórnar fallinn. Jón Gnarr með 4 fulltrúa

Flestir vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir núverandi borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gegni borgarstjóraembættinu að loknum kosningum, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö.

36,6 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni vilja Hönnu Birnu, 31 prósent vill að Dagur B Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar verði næsti borgarstjóri og 25,7 prósent vilja að Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins setjist í stól borgarstjóra að loknum kosningum.

Mikill munur er á afstöðu kynjanna þegar kemur að stuðningi við ólík framboð.

Þannig virðast karlar hrífast meira að Besta flokknum en konur. 28 prósent karla kjósa Besta flokkinn samkvæmt könuninni en 17 prósent kvenna.(visir.is)

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Gallup  fengi Jón Gnarr eða Besti flokkurinn 4 borgarsfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn fengi  5 og Samfylkingin 4 en  VG 2. Meirihlutinn er því fallinn. Erfitt getur því orðið að mynda meirihluta.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband