Samkomulag um aðstoð við Grikkja

Grikklands greindi frá því í morgun að samkomulag hafi tekist við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið um risavaxna efnahagsaðstoð við landið.

Þetta kom fram á neyðarfundi ríkisstjórnarinnar sem sjónvarpað var um Grikkland í morgun.

Búist er við að ríkisstjórn hans greini frá áætlunum um mikinn niðurskurð í útgjöldum ríkisins út árið 2012.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið munu samanlagt lána Grikkjum 159 milljarða dollara eða um 21 þúsund milljarða íslenskra króna.

Forsætisráðherrann sagði í sjónvarpsávarpi sínu í morgun að gríska þjóðin yrði að færa miklar fórnir til að koma í veg fyrir algert efnahagshrun.

Fjármálaráðherrar evrusvæðisins koma saman seinna í dag til að leggja blessun sína yfir samkomulagið. En verkalýðsfélög í Grikklandi hafa boðað til verkfalla á miðvikudag til að mótmæla björgunaráætluninni.(visir.is)

Vandi Grikkja er mikið meiri en vandi okkar.Talan 21 þús milljarðar kr. talar sínu máli.Vandi Grikkja er af nokkuð öðrum toga en vandi okkar. Ríkisútgjöld fóru gersamlega úr böndunum í Grikklandi en síðan bættist heimskreppan við. Grikkir verða að skera mikið niður ríkisútgjöld til þess að ná tökum á ástandinu.Spurning er hvort þjóðin sættir sig við svo mikinn niðurskurð.Mótmæli eru mikil í landinu og óvíst hvort þeim linnir í bráð.

Björgvin Guðmundsson


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband