Íslandsbanki opnar skrifstofu í New York

Íslandsbanki ætlar að hasla sér völl í Bandaríkjunum með fjármálaráðgjöf við fjárfesta í sjávarútvegi og jarðvarmaorku. Til stendur að opna skrifstofu í New York og segir bankastjórinn að ímynd Íslands í þessum geirum hafi ekki laskast þrátt fyrir bankahrun.

Íslandsbanki hefur einbeitt sér að þjónustu við fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi og í tengslum við jarðhita. Nú hyggst bankinn einbeita sér í ríkari mæli á alþjóðavettvangi og veita erlendum aðilum sem vilja fjárfesta í þessum geirum fjármálaráðgjöf.Skrifstofan mun vera staðsett í New York og ef allt gengur að óskum mun hún opna á næstu vikum.
(visir.is)

Ég tel þetta gott skref hjá Íslandsbanka.Ef til vill mundi einhver vilja tengja þessa starfsemi við útrás.En þetta framtak Íslandsbanka flokkast undir sölustarf og útflutning.Ísland hefur gott orð erlendis fyrir jarðvarmarannsóknir  og nafn Íslands er mjög gott vegna  kunnáttu og reynslu landsmanna í sjávarútvegi.Bankastjóri Íslandsbanka segir að nafn Íslands hafi ekki laskast í þessum greinum.Við þurfum að notfæra okkur  það.
Björgvin Guðmundsson

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil þetta ekki!

Hvað getur bankinn kennt öðrum þjóðum um jarðvarma og sjávarútveg?.  Hélt að hann væri bara á fjármögnunarhliðinni og einhvern veginn held ég að erlendir bankar kunni það alveg jafnvel og okkar frábæru bankamenn?

Annars fynnst mér að  fyrst að skipta honum upp í viðskipta- og fjárfestingabanka.

itg (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband