Sunnudagur, 2. maí 2010
Íslandsbanki opnar skrifstofu í New York
Íslandsbanki ætlar að hasla sér völl í Bandaríkjunum með fjármálaráðgjöf við fjárfesta í sjávarútvegi og jarðvarmaorku. Til stendur að opna skrifstofu í New York og segir bankastjórinn að ímynd Íslands í þessum geirum hafi ekki laskast þrátt fyrir bankahrun.
Íslandsbanki hefur einbeitt sér að þjónustu við fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi og í tengslum við jarðhita. Nú hyggst bankinn einbeita sér í ríkari mæli á alþjóðavettvangi og veita erlendum aðilum sem vilja fjárfesta í þessum geirum fjármálaráðgjöf.Skrifstofan mun vera staðsett í New York og ef allt gengur að óskum mun hún opna á næstu vikum.
(visir.is)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skil þetta ekki!
Hvað getur bankinn kennt öðrum þjóðum um jarðvarma og sjávarútveg?. Hélt að hann væri bara á fjármögnunarhliðinni og einhvern veginn held ég að erlendir bankar kunni það alveg jafnvel og okkar frábæru bankamenn?
Annars fynnst mér að fyrst að skipta honum upp í viðskipta- og fjárfestingabanka.
itg (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.