Framsóknarvíxillinn varð okkur dýr

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur er byrjaður aftur í þætti Sigurðar G. Tómassonar á Útvarpi Sögu  eftir að samkomulag náðist milli Guðmundar og Arnþrúðar Karlsdóttur,útvarpsstjóra.M.a. hefur Sigurður verið að birta glefsur úr gömlum þáttum með Guðmundi en þættir þessir voru mjög skemmtilegir og jafnframt fróðlegir.Þeir Guðmundur og Sigurður vöruðu við tillögum Framsóknarmanna um hækkun húsnæðislána Íbúðalánasjóðs en þær voru kynntar fyrir kosningarnar 2003 og er talið að þær hafi fært Framsókn aukið fylgi og fleytt þeim áfram inn í stjórn með íhaldinu.Framsókn lagði til,að lánin yrðu hækkuð í 90% af brunabótamati og  upphæðir á hvern umsækjanda  einnig hækkuð mikið. Í kjölfarið ákváðu einkabankarnnir að veita 100% lán til íbúðakaupa og tóku þeir erlend lán til þess að fjármagna þessi íbúðalán.Guðmundur segir,að erlendar lántökur vegna þessara íbúðalána hafi verið yfir 200 milljarðar á ári í 5 ár eða langt yfir 1000 milljörðum.Til samanburðar nefnir hann,að Kárahnjúkavirkjun hafi kostað 100 milljarða.Margir telja,að hún hafi sett efnahagslífið hér úr skorðum en Guðmundur segir,að svo hafi ekki verið. Lántökur bankanna vegna íbúðalána hafi haft mikið verri áhrif á efnahagslífið enda um mikið stærri upphæðir að ræða.Framsóknarvíxillinn hafi orðið okkur dýr.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband