Verðbólga meiri en spáð hafði verið

Seðlabankinn (SÍ) gerir nú ráð fyrir nokkuð meiri verðbólgu í ár en áður var spáð og telur nú að verðbólgan verði að meðaltali 6,1% í ár í stað 5,6% áður. Þá gerir ný þjóðhagsspá bankans ráð fyrir að atvinnuleysi verði nær óbreytt út árið.

 

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um nýja þjóðhagsspá SÍ. Í spánni segir að ástæða þess að verðbólgan verði meiri á þessu ári er m.a. að verðbólgan hefur reynst meiri það sem liðið er af ári en bankinn hafði reiknað með í janúar og jafnframt er útlit fyrir að verðbólga verði nokkru meiri á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

 

„Skýring þrálátari verðbólgu er m.a. meiri hækkun olíu- og hrávöruverðs á alþjóðlegum mörkuðum, minni lækkun húsnæðisverð og minni framleiðsluslaki en spáð var. Þó verður hækkun mældrar verðbólgu á næstu tveimur árum vegna hækkunar neysluskatta minni en áður var gert ráð fyrir," segir í Morgunkorninu.

 

„Á heildina litið er áfram reiknað með að mikill slaki í þjóðarbúinu og nokkuð stöðugt gengi krónunnar tryggi að verðbólga muni hjaðna í átt að verðbólgumarkmiðinu þegar líður á spátímann. Á næsta ári er gert ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3% en verði svo við verðbólgumarkmið SÍ að meðaltali árið 2012. Er þetta minni verðbólga á næsta ári en seðlabankamenn reiknuðu með í janúarspá sinni, þ.e. 4,3% á móti 3,0%, en spárnar eru svipaðar fyrir árið 2012.

Spá SÍ um atvinnuleysi er nær óbreytt frá fyrri spá og gerir bankinn því áfram ráð fyrir að atvinnuleysi muni haldast mikið út þetta ár og byrji ekki að minnka fyrr en snemma á næsta ári. Þannig hljóðar spá SÍ upp á 9,5% atvinnuleysi í ár en minnki svo niður í 8,9% á næsta ári og svo 6,7% árið 2012. Er því ljóst að líkt og aðrir aðilar reiknar SÍ með að aðlögun á vinnumarkaðinn eftir áfallið um haustið 2008 komi til með að taka nokkur ár til viðbótar."(visir.is)

Það er slæmt,að verðbólgan skuli ekki náðst eins hratt niður og spáð hafði verið. Gera þarf ráðstafanir til lækkunar verðbólgu.Verðbólgan er mikill bölvaldur.

 

Björgvin Guðmundsson

 





 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband