Laun verkafólks hækka 1.júni.Hvað með aldraða?

Laun verkafólks, með 220 þús. á mánuði og minna, hækka 1.júní n.k. Launin hækka þá um 6500 kr. Á sl. ári hækkuðu laun  sömu launþega um 13000 kr. en auk þess hækkuðu taxtar um 2,5% um sl. áramót.Kjarasamningar gilda til 1.nóvember nk. 1.júní n.k.  hafa laun hækkað um 32% á  gildistíma kjarasamninganna.Á sama tímabili ( 2008-2010) hefur þorri aldraðra ekki fengið neina hækkun.Aðeins 412 ellilífeyrisþegar fengu vísitöluhækkun 1.jan 2009.Aðrir ellilífeyrisþegar fengu enga verðlagsuppbót.Og síðan hafa aldraðir og öryrkjar ekki fengið neina hækkun á lífeyri sínum þó laun verkafólks hafi stöðugt verið að hækka.Þetta er verra en  þegar íhaldsstjórnir Sjálfstæðisflokks    og Framsóknar fóru með völd.Á því tímabili hækkaði lífeyrir aldraðra ávallt þegar laun hækkuðu en að vísu  hækkaði lífeyrir stundum minna.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband