Alþingi getur ekki stöðvað mál gegn 9 - menningunum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingályktunartillaga þingmanns VG um að fallið verði frá ákæru gegn mótmælendum sem ruddust inn í Alþingi í Búsáhaldabyltingunni sé ótæk. „Við eigum ekki að vera að skipa dómstólum fyrir," sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur lagt fram þingsályktun á Alþingi um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við ríkissaksóknara að hann dragi til baka ákæru gegn nímenningum sem ákærðir eru fyrir að hafa rofið friðhelgi og fundarfrið Alþingis og fyrir húsbrot.

Tekist var á um málið í upphafi þingfundar í dag. „Þetta mál er auðvitað ekki þingtækt. Fyrir utan efnisatriði og hversu fráleitt það er að héðan úr þinginu sé að berast þau skilaboð til samfélagsins að menn treysti ekki ákæruvaldinu í landinu," sagði Bjarni.

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagðist vera ósammála Bjarna og að Alþingi geti fjallað um málið. Bjarni hefði auk þess ekki greint frá því af hverju hann teldi að málið væri ekki þingtækt. Því var Bjarni ósammála og fór aftur upp í pontu og færði rök fyrir máli sínu.

Siv sagðist vera hissa á tillögunni en að hún gæti ekki sagt til um það hvort tillagan væri ótæk. Forsætisnefnd ætti að fjalla um málið. Fram kom í athugasemd Ásta Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, að hún hefði ekki úrskurðað hvort tillagan væri þingtæk.

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að löggjafarvaldið ætti ekki að hlutast til um aðgerðir dómsvaldsins. Þingsályktunartillagan væri auk þess vantraust á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að þrískipting ríkisvaldsins væri grundvöllur stjórnskipunar landsins. „Við verðum, þurfum og eigum að treysta því að dómsvaldið sé fært um að vinna sitt verk," sagði Þórunn og bætti síðan við: „Alþingi Íslendinga getur ekki beðið fulltrúa dómsvaldsins um að gera eitthvað á einn eða annan veg. Dómarar verða að komast að sjálfstæðri niðurstöðu."(visir.is)

Ég er sammála þessu.Alþingi á ekki að grípa fram fyrir hendurnar á dómstólunum.

Björgvin Guðmundsson


 

  •  
    •  
      •  
  •  
    •  
    •  
      •  

      « Síðasta færsla | Næsta færsla »

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband