Miðvikudagur, 19. maí 2010
Illa farið með Björgvin G.Sigurðsson
DV segir frá því í dag,að Björgvin G.Sigurðsson fyrrverandi viðkiptaráðherra sé atvinnulaus með 8 manna fjölskyldu á sínu framfæri.Björgvin var eini ráðherrann í stjórn Geirs H.Haarde sem sagði af sér vegna bankahrunsins og þannig sá eini sem axlaði ábyrgð.Eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar alþingis sagði hann af sér sem formaður þingflokks Samfylkingarinnar vegna þess að í skýrslunni var talið að hann ásamt Geir H.Haarde og Árna Mathiesen hefðu gerst sekir um vanrækslu.Þá ákvað hann einnig að víkja tímabundið af þingi.DV segir,að Samfylkingin hafi lofað Björgvin starfi,þegar hann vek af þingi en ekki hefur orðið úr því og er Björgvin því atvinnulaus.
Mér finnst illa farið með Björgvin G.Sigurðsson ef frásögn DV er rétt.Ég sé ekki annað en hann verði strax að taka sæti sitt á ný á þingi svo hann geti brauðfætt fjölskyldu sína.Ég tel raunar að hann hafi axlað sína ábyrgð með því að segja af sér sem ráðherra og þingflokksformaður.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.