Miðvikudagur, 19. maí 2010
Fær Jón Gnarr allt þetta fylgi?
Fátt er um meira talað í dag en það mikla fylgi sem Jón Gnarr og Besti flokkurinn fær í skoðanakönnunum. Fylgið er í síðustu skoðanakönnun komið í 6 borgarfulltrúa.Það er orðið meira en hjá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu.
Aðalástæðan fyrir þessu fylgi Jóns Gnarr er óánægja með gömlu flokkana.Fólk lætur óánægju sína í ljós með því að styðja Besta flokkinn.Ég hefi ekki trú á því að þetta mikla fylgi skili sér inn í kjörklefana. En Jón getur hæglega fengið drjúgt fylgi.Hann er góður skemmtikraftur og skemmtilegt myndband hans hefur áreiðanlega aukið fylgi hans í könnunum. Einhver spurði:Mundi spaugstofan fá enn meira?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki nóg þyrfti að vera meirihluti því það fólk sem telur sig vera stjórnmálamenn stinga kjósendur sína í bakið eftir kosningar verst að þetta er ekki alþingiskosningar. Spaugstofan kannski bjóða þeir sig fram til alþingis hver veit
Jón Sveinsson, 19.5.2010 kl. 12:09
Það yrði ekki í fyrsta sinn sem grínari fengi mikið fylgi, styst er að minnast fylis Davíðs Oddssonar. Spaugstofan er ekki eins fyndin og Jón Gnarr - og ég tel að vísu að Jón sé ekkert fífl og gríni hans fylgi alvara. það er annað álit en ég hef á Davíð Oddssyni.
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.5.2010 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.