Laugardagur, 22. maí 2010
Ætlar SA að segja sig aftur frá stöðugleikasáttmálanum?
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan grundvöll til samstarfs við ríkisstjórnina við gerð kjarasamninga í haust ef stjórnvöld hækki skatta. Honum líst afar illa á hugmyndirnar og segir tíma til komin að stjórnvöld skeri niður. Fram kom í fréttum í gær að ríkið hyggist hagræða á næsta ári með auknum sköttum. Einkum sé horft til hækkunar á hátekjuskatti, auðlegðarskatti og skatti á orkuskatti á stóriðju en einnig sé inn í myndinni að hækka skatta á fyrirtæki. Vilhjálmur segir Samtök atvinnulífsins hafa látið skattahækkanir yfir sig ganga á síðasta ári vegna þess að þær voru nauðsynlegar en segir óskynsamlegt að hækka skattana frekar því þær grafi undan atvinnustarfssemi fyrirtækja. Hann segir að til þess að ná jafnvægi þurfi að lækka útgjöldin frekar.(ruv.is)
Samtök atvinnulífsins sögðu sig frá atöðugleikasáttmálanum vegna frumvarps,sem ríkisstjórnin lagði fram um skötusel.Þar var SA að ganga erinda LÍÚ. Það var slæmt að SA skyldi þannig slíta samstarfi við ríklsstjórn og ASÍ.Nú hóta SA að slíta samstarfi á ný,ef ríkisstjórnin hækkar skatta á hátekjumönnum og stóriðjufyrirtækjum.En það er ekki unnt að slíta sama samstarfi tvisvar!
Björgvin Guðmnundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.