Laugardagur, 22. maí 2010
Seðlabankinn 8.mai 2008: Fjármálakerfið í meginatriðum traust
Í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið er fjallað um eftirlitsstofnanirnar,einkum Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann.Báðar þessar stofnanir brugðust eftirlitsskyldu sinni.Seðlabankiunn á að fylgjast með fjármálastöðugleika og birtir reglulega skýrslur um hann.Hinn 8.mai 2008, 5 mánuðum fyrir hrun birti bankinn skýrslu um fjármálastöðugleika.Þar sagði,að fjármálakerfið væri í meginatriðum traust.Og ennfremur sagði:Ársreikningar 3 ja stærstu bankanna 2007 sýna þróttmikla stöðu og að eiginfjárstaða og lausafjárstaða bankanna er viðunandi.
Það er ótrúlegt,að Seðlabankinn skuli hafa gefið bönkunum svona góða umsögn aðeins 5 mánuðum fyrir hrun.Svo virðist sem FME og Seðlabankinn hafi trúað gögnum bankanna í blindni og ríkisstjórnin trúði eftirlitsstofnunum.En hvorki FME né Seðlabankinn gerðu nægilega mikið af sjálfstæðum athugunum á bönkunum.Álagspróf FME voru stórgölluð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.