Laugardagur, 22. maí 2010
7000 milljarðar töpuðust af eigin fé ísl. fyrirtækja
Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, hagfræðings hjá ríkisskattsstjóra sem birtist í tímariti embættisins, Tíund. Í greininni skoðar greinarhöfundur skatta og gjöld fyrirtækja sem skiluðu inn framtali í fyrra. Í greininni kemur fram að skuldir fyrirtækja hafa aukist hratt árin fyrir hrun.
Þannig jukust skuldir fyrirtækja um 65 % árið 2006 og um 40 % árið 2007. Árið 2008 sker sig úr hvað þetta varðar, það ár jukust eignir nánast ekkert á sama tíma og skuldirnar jukust. Við það brann eigið fé fyrirtækja upp, fór úr ríflega sjö milljörðum króna í 177 milljarða.
Kemst Páll að þeirri niðurstöðu að tap íslenskra fyrirtækja árið 2008 hafi verið með algerum eindæmum og þegar smæð íslensk hagkerfis sé höfð í huga sé spurning hvort hliðstæðu sé að finna annars staðar, segir Páll. Þá kemur fram í grein Páls að hrein vaxtagjöld um 40 % fyrirtækja séu hærri en hreinar tekjur þeirra og að um 45 % fyrirtækja, eða tæplega helmingur allra skráðra fyrirtækja eigi ekki fyrir vaxtagjöldum. Þá leiddi skoðun Páls á framtölum fyrirtækjanna einnig í ljós að skuldir um 38 % fyrirtækja séu meiri en eignir þeirra.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.