Þriðjudagur, 25. maí 2010
Ríkisfjármál:Lilja Mósesdóttir og Ögmundur vilja fara aðra leið
Haft er eftir Birni Vali Gíslasyni, þingmanni VG, í Morgunblaðinu í dag, að víðtæk andstaða sé við skattlagningu séreignarlífeyrissparnaðar til að stoppa upp í 40 til 50 milljarða fjárlagagat næsta árs.
Aðeins flokkssystir hans Lilja Mósesdóttir og þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilji þessa leið. Hugmyndin gengur út á að skattleggja viðbótarlífeyrissparnaðinn strax, og ná þar með tugum milljarða inn í ríkiskassann núna þegar þörfin sé brýnust í miðri kreppu, en ekki að áratugum liðnum þegar þessi sparnaður verður greiddur út.
Flokksbróðir þeirra, alþingismaðurinn Ögmundur Jónasson, tekur hins vegar undir með Lilju. Hann segist þeirrar skoðunar að gera eigi allt til að draga úr niðurskurðarþörfinni, einkum innan velferðarþjónustunnar. Skoða verði allar leiðir til tekjuöflunar. Sérstakar aðstæður séu nú uppi á Íslandi og þær krefjist sérstakra úrræða.(ruv.is)
Ég tel víst að samkomulag náist innan stjórnarflokkanna um leiðir í ríkisfjármálum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.